Jæja, þá er farið að snjóa í Pakistan, og Frakkar hafa tekið fyrsta skrefið í átt að Féló á heimsmælikvarða, þetta er eitthvað sem ætti fyrir löngu að vera komið á. Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt að þær eru ekki nógu öflugar til að standa undir þeim hörmungum sem steðja að heiminum, og svo eru Bandaríkjamenn að hóta því að borga ekki gjöldin sín til U.N. af því þeir vilja fá tillögur um breytingar nokkrum mánuðum fyrr en seinna.
Hvernig tengist þetta? Jú, ef 1% er tekið af hinum ýmsustu alþjóðlegum þjónustugeirum í heiminum, svo sem fjármagnsflutningum, afþreyingariðnaði, ferðamannaiðnaði, bílaiðnaði og svo framvegis, og allt þetta eina prósent lagt í einn sjóð, hefði verið hægt að borga af notkun á öllum þeim herþyrlum sem safna ryki í evrópu og scandinavíu, (eigendur þeirra hafa ekki efni á að fljúga þeim) til að hjálpa fólki í Pakistan, svo ekki sé talað um að borga fyrir hjálpargögn handa því fólki, auk þess sem sjóðurinn gæti snarminnkað hungursneyðir og borgað samheitalyf handa þeim heimsálfum sem svo mjög þurfa á lyfjum að halda til að koma í veg fyrir að fólki deyji úr sjúkdómum sem í vestrænum heimi eru "úreltir".
Svona sjóður, ef rétt væri rekinn, gæti jafnað ástandið þar sem það er verst í heiminum, þannig að allir meðlimir mannkynsins gætu lifað án hungurs, og án þess að eiga á hættu að deyja úr sjúkdómum sem búið er að sigrast á.
Gætum við sætt okkur við 1% hærri verð á bíómiðum, bílum, flugfarseðlum, hótelgistingum og dvd myndum, ef við vissum að á móti værum við öll að bjarga að minnsta kosti 50.000.000 mannslífum á ári.
Já, veistu... ég held það bara !
Í dag er talið að um 800.000.000 manns þjáist af næringarskorti (þar af nokkrir eldri borgarar á Íslandi)
Hérna eru meira af athyglisverðri tölfræði:
http://www.unesco.org/education/tlsf/theme_a/mod02/www.worldgame.org/wwwproject/what-b.shtmlSá sem eykur þekking sína, eykur böl sitt.