Wednesday, September 20, 2006

Þessi Blogger sýgur feitan fisk. Ég hef bloggað fimm sinnum frá upphafi og það hefur alltaf verið hrikalegt vesen.

Þess vegna hef ég fært hugleiðingar mínar á:

http://fonsjuris.bloggar.is/

Monday, July 31, 2006

Hálfviti nr 1:
„Við erum staðráðnir í að hafa sigur í þessari baráttu, við munum ekki falla frá því takmarki okkar að lifa frjáls undan hryðjuverkum.”

Hálfviti nr 2:

"Ég veit ! Bombum Qana til andskotans, þá getum við lifað í friði!"

Hálfviti nr 1: Ókei, lets do it!"

Friday, March 17, 2006

Ákvörðun Bandaríkjamanna um að draga allt herlið frá keflavík kom eins og köld vatnsgusa framan í Haarde og félaga.
Þessi óvænta ákvörðun gæti aftur á móti verið vísbending um að ákvörðun hafi verið tekin um næstu skref varðandi Íran og áætlun þeirra að smíða sér kjarnaorkusprengjur eða "sverð Íslam" eins og Gaddafí komst einu sinni að orði. (áður en hann varð aftur vinur okkar allra).

Rumsfeld vill væntanlega hafa allar þotur sem hann getur náð í í þeim komandi átökum enda eru Bandaríkin orðin ansi teygð með herlið sitt eins og er.
Væntanlega verður einnig fækkað örar og hagrætt í Þýskalandi, Japan, og jafnvel suður-Kóreu, og enda þótt staðsetningin í miðjarðarhafi hafi löngum verið talin góð, verður að telja að herstöðvar í Írak, Afganistan, austur-Tyrklandi og bahrain séu kannski hentugri að sumu leyti. Auk þess verða einhver af hinum 14 flugmóðurskipum bandaríkjamanna örugglega staðsettar á góðum stað til að styrkja árásir á Íran.

Nú fara að leysast úr læðingi plön sem hinn djúpvitri Ayatollah Ruhollah Khomeini setti af stað á sínum tíma og hafa verið framkvæmd af eftirmönnum hans og nú síðast af Mahmoud Ahmadinejad sem segist vera að undirbúa komu Mahdi, hins mikla spámanns og stríðsmanns sem mun leiða Íslam til sigurs gegn hinum heiðnu vesturlandabúum. Kjarnavopn eru semsagt eitthvað sem forseti Írans ætlar að hafa tilbúið fyrir þennan komandi leiðtoga sinn.

Af athöfnum Írans er hægt að sjá að ekkert muni stöðva þá í þessari viðleitni annað en hernaðaríhlutun. Þeir hafa meðal annars verið að birgja sig upp af lyfjum og matvælum, auk þess að færa til fjármuni úr hinum vestræna bankakerfi, sem verða frystir ef til kemur viðskiptabann frá öryggisráðinu.

Ekki er ólíklegt að Rússar og eða Kínverjar munu beita neitunarvaldi gegn öllum tillögum um hernaðaraðgerðir gegn Írönum þó svo að þeir muni samþykkja viðskiptabann. Niðurstaðan er því líklega sú að Bandaríkin munu aftur fara af stað í "ólöglegt" árásarstríð gegn Írönum áður en mjög langt um líður.

Ákvörðunin um lokun Keflavíkur og brotthvarf heraflans þaðan segir mér að tímasetningar eru komnar og áætlanir eru hafnar.
Kannski maður ætti að stofna til veðmála um tímasetningar?
Ég segi fyrsta árás verður í kringum áramót 2007-8...

Monday, November 28, 2005

Jæja, þá er farið að snjóa í Pakistan, og Frakkar hafa tekið fyrsta skrefið í átt að Féló á heimsmælikvarða, þetta er eitthvað sem ætti fyrir löngu að vera komið á. Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt að þær eru ekki nógu öflugar til að standa undir þeim hörmungum sem steðja að heiminum, og svo eru Bandaríkjamenn að hóta því að borga ekki gjöldin sín til U.N. af því þeir vilja fá tillögur um breytingar nokkrum mánuðum fyrr en seinna.

Hvernig tengist þetta? Jú, ef 1% er tekið af hinum ýmsustu alþjóðlegum þjónustugeirum í heiminum, svo sem fjármagnsflutningum, afþreyingariðnaði, ferðamannaiðnaði, bílaiðnaði og svo framvegis, og allt þetta eina prósent lagt í einn sjóð, hefði verið hægt að borga af notkun á öllum þeim herþyrlum sem safna ryki í evrópu og scandinavíu, (eigendur þeirra hafa ekki efni á að fljúga þeim) til að hjálpa fólki í Pakistan, svo ekki sé talað um að borga fyrir hjálpargögn handa því fólki, auk þess sem sjóðurinn gæti snarminnkað hungursneyðir og borgað samheitalyf handa þeim heimsálfum sem svo mjög þurfa á lyfjum að halda til að koma í veg fyrir að fólki deyji úr sjúkdómum sem í vestrænum heimi eru "úreltir".

Svona sjóður, ef rétt væri rekinn, gæti jafnað ástandið þar sem það er verst í heiminum, þannig að allir meðlimir mannkynsins gætu lifað án hungurs, og án þess að eiga á hættu að deyja úr sjúkdómum sem búið er að sigrast á.

Gætum við sætt okkur við 1% hærri verð á bíómiðum, bílum, flugfarseðlum, hótelgistingum og dvd myndum, ef við vissum að á móti værum við öll að bjarga að minnsta kosti 50.000.000 mannslífum á ári.
Já, veistu... ég held það bara !

Í dag er talið að um 800.000.000 manns þjáist af næringarskorti (þar af nokkrir eldri borgarar á Íslandi)

Hérna eru meira af athyglisverðri tölfræði:

http://www.unesco.org/education/tlsf/theme_a/mod02/www.worldgame.org/wwwproject/what-b.shtml


Sá sem eykur þekking sína, eykur böl sitt.

Wednesday, November 02, 2005

Ratio Nouveau er bloggsíða eins hógværs laganema á 3. ári við Háskólann á Akureyri. Hér verða settar fram hugleiðingar mínar um hin Ýmsustu efni og áhugamál, þó grunar mig að alþjóðastjórnmál og alþjóðalög í hnattrænu samhengi verði þar fyrirferðamikil.

Þetta verður vonandi staður þar sem spekúlasjónir og pælingar um hin ýmsu vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir nú um stundir, munu ráða ríkjum. Hér munu vonandi skörpustu hugir þjóðarinnar koma með hugmyndir og lausnir mannkyninu til heilla en sumir af þeim stunda nám einmitt núna við háskóla víðsvegar um Ísland. (eða hafa lokið slíku námi eða eiga eftir að hefja slíkt nám eða munu aldrei í háskóla koma....Ísland er fullt af snillingum, er punkturinn sko...)

Snillingar og gangandi alfræðiorðabækur eru þeir sem virkja þarf til þess að íhuga vandamálin sem allstaðar blasa við og sumum dimmvitrum finnst óleysanleg og óyfirstíganleg. Til dæmis les maður stundum og heyrir þau orð að fólksfjöldin á jörðinni sé orðin svo mikill að greyið plánetan geti ekki fætt og klætt allt liðið. Ég fussa á slíka bábilju og segi að jörðin okkar getur framfleitt margföldum þeim fjölda sem nú reikar um hana og bendi ennfremur á þá lítið-þekktu-staðreynd að sólkerfið okkar gæti auðveldlega haldið uppi 10.000.000.000.000.000.000.000.000.000 manns. Banna smokka bara í svona milljón ár !

Annað dæmi er að fátæktin er slík að ekki verður leyst nema á nokkur hundruð árum, ef það er yfir höfuð hægt. Hinar sameinuðu þjóðir skoða barnadauða og hungursneyðir í prósentutölum miðað við heildarfólksfjölda og finnst ganga vel, en betur má ef duga skal, 18% færri börn deyja árlega en áður, við skulum stefna að 25% á næsta áratug, segja þeir með ekkasog.
Það sem þarf er að finna leið til þess að internaliza þetta vandamál inní þjóðirnar eftir GDP og greiðslugetu, eða til að summa þetta upp með hagfæði fraza: internalize these externalities. Gera þeirra vandamál að okkar kostnaði, er þetta hægt án þess að koma upp sterkari yfirþjóðlegum stofnunum en nú þegar eru til ?

Saturday, October 15, 2005

Betri er hnefafylli af ró en tvær lúkur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.